Dásamlegar vanillu muffins
Mér finnst bollakaka ljótt orð, orðskrípi eiginlega, svo ég mun alltaf kalla þetta muffins :)
En ég fékk þessa uppskrift hér og hún er æðisleg (tvöfaldaði hana reyndar, hún er ekki svo stór).
Blandið þurrefnunum saman í skál.
Setjið eggin í hrærivélina og blandið saman í nokkrar sekúndur.
Bætið sykrinum við og hrærið í 30 sekúndur eða svo.
Bætið vanilludropunum og olíunni.
Dragið úr hraðanum og setjið helminginn af þurrefnunum smám saman út í, þegar það hefur blandast aðeins, setjið þá helminginn af súrmjólkinni. Látið blandast og endurtakið.
Hrærið ekki of lengi, aðeins þar til degið er orðið slétt og fellt.
Nota bene: Deigið á að vera þunnt.
Fyllið muffinsformin að 2/3 og bakið á 170°c í 12-15 mínútur. Kökurnar eru frekar ljósar.
Kælið og setjið smjörkrem ofan á.
En ég fékk þessa uppskrift hér og hún er æðisleg (tvöfaldaði hana reyndar, hún er ekki svo stór).
- 2 1/2 bolli hveiti
- 2 1/2 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 2 egg
- 1 1/2 bolli sykur
- 3 tsk vanilludropar
- 1 bolli olía
- 1 bolli súrmjólk (eða AB mjólk)
Blandið þurrefnunum saman í skál.
Setjið eggin í hrærivélina og blandið saman í nokkrar sekúndur.
Bætið sykrinum við og hrærið í 30 sekúndur eða svo.
Bætið vanilludropunum og olíunni.
Dragið úr hraðanum og setjið helminginn af þurrefnunum smám saman út í, þegar það hefur blandast aðeins, setjið þá helminginn af súrmjólkinni. Látið blandast og endurtakið.
Hrærið ekki of lengi, aðeins þar til degið er orðið slétt og fellt.
Nota bene: Deigið á að vera þunnt.
Fyllið muffinsformin að 2/3 og bakið á 170°c í 12-15 mínútur. Kökurnar eru frekar ljósar.
Kælið og setjið smjörkrem ofan á.
Comments
Post a Comment